Að missa ástvin eða ættingja er eitt það erfiðasta sem við göngum í gegnum.

 Tilfinningar eru margvíslegar og sorgin er eðlileg viðbrögð. Óhjákvæmilega þarf þá að huga að þeim þáttum er snúa að útför þess látna. Spurningarnar eru margar og þá er gott að geta leitað til aðila sem hafa þekkingu og reynslu á þeim þáttum. Við hjá Útfararstofu Íslands búum yfir þessari reynslu og höfum starfað við útfararþjónustu um árabil.

                       

Guðmundur Örn Jóhannsson                 Sverrir Einarsson
Framkvæmdarstjóri                               Útfararstjóri
S:8620537                                               S:896-8242

Skrifstofa Útfararstofu Íslands er til húsa í Auðbrekku 1, Kópavogi. Þar er einnig góð aðstaða sem prestar/athafnarstjórar og aðstandendur geta rætt saman í næði. Skrifstofan er opin frá 8.00 til 17.00 virka daga, en þjónusta er allan sólarhringinn og um helgar. Sími: 581-3300 og 896-8242.

Vegna eðlis starfseminnar eru aðstandendur hvattir til að hringja og bóka viðtalstíma.

Samstarfsaðili Útfararstofu Íslands er Útfararstofa Hafnarfjarðar, Flatahrauni 5a, Hafnarfirði, S. 565 5892.

Hafa samband með tölvupósti.

Útfararstofa Íslands sér um og útvegar:

 • Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest/athafnastjóra og aðstandendur.
 • Útfararstjóri kemur heim til aðstandenda og ræðir skipulag útfarar ef óskað er.
 • Flytja þann látna af dánarstað í líkhús.
 • Koma á sambandi við þann prest/athafnastjóra sem aðstandendur óska eftir.
 • Aðstoða við val á kistu og líkklæðum.
 • Búa um lík þess látna í kistu og snyrta ef með þarf.
 • Fara með tilkynningu í fjölmiðla.
 • Stað og stund fyrir kistulagningarbæn og útför.
 • Aðstoð við skrif minningargreina.
 • Legstað í kirkjugarði.
 • Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk.
 • Kistuskreytingu og fána.
 • Blóm og kransa.
 • Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum.
 • Dánarvottorð og líkbrennsluheimild.
 • Duftker, ef líkbrennsla á sér stað.
 • Sal fyrir erfidrykkju og gestabók ef óskað er.
 • Aðstoð við umsókn útfararstyrkja.
 • Kross og skilti á leiði.
 • Legstein.
 • Flutning á kistu út á land eða utan af landi.
 • Flutning á kistu til landsins og frá landinu.
 • Veitum útfararþjónustu hvar sem er á landinu.