Gátlisti

Það sem aðstandendur þurfa að hafa í huga:

 • Hafa samband við útfararstjóra.
 • Útfararstjóri sér um að flytja þann látna af dánarstað í líkhús.
 • Aðstandendur eða útfararstjóri hafa samband við prest/athafnarstjóra.
 • Útfararstjóra gefið upp fullt nafn, lögheimili, kennitölu, dánardag og dánarstað þess látna, nafn nánasta aðstandanda, heimilisfang, kennitölu og síma.
 • Flutningur á kistu út á land eða utan af landi.
 • Flutningur á kistu til landsins eða frá landinu.
 • Athuga hvort einhverjar óskir liggi fyrir frá þeim látna.
 • Ákveða kistu og líkklæði.
 • Ákveða hvort/hvernig snyrta á þann látna.
 • Ákveða hvort kistulagningarbæn skuli fara fram.
 • Ákveða tímasetningu og stað fyrir kistulagningarbæn.

 • Ákveða hvort tónlist skuli vera við kistulagningarbæn.

 • Dánarvottorð fengið og andlát tilkynnt til sýslumanns.

 • Auglýsa andlát í fjölmiðlum.

 • Ákveða tímasetningu og stað fyrir útför.

 • Auglýsa útför í fjölmiðlum.

 • Ákveða með legstað.

 • Ákveða organista, kór, einleik, einsöngvara, eða annað listafólk.

 • Ákveða tónlist við útför.

 • Upplýsingar fyrir prest/athafnarstjóra vegna minningarorða.

 • Ákveða skreytingar eða fána.

 • Blóm á altari.

 • Blóm og kransar frá aðstandendum.

 • Blóm og kransar afþakkaðir.

 • Ákveða hve margir bera kistu við athöfn og í kirkjugarði.

 • Ákveða hvort bera eigi blóm og kransa við athöfn og í kirkjugarði.

 • Ákveða hvort gera eigi sálmaskrá.

 • Ákveða erfidrykkju og gestabók.

 • Athuga með trékross og skilti á leiði.

 • Athuga með legstein og áletrun.

 • Athuga með þakkarkort/auglýsingu.

 • Athuga útfararstyrk frá stéttarfélagi eða félagsþjónustu.

 • Ef bálför er valin þá þarf að fylla út eyðublað hjá útfararstjóra.

 • Ákveða með greftrun á duftkeri.

 • Prestur/athafnarstjóri viðstaddur greftrun á duftkeri.